Kerra valt út í skurð

Súsanna Ólafsdóttir reiðkennari og tamningarmaður og Hyllir frá Hvítárholti voru á leiðinni heim frá kynbótasýningunni á Hellu þegar þau urðu fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa kerruna aftan úr á leiðinni, kerran fór á hvolf út í skurð á 80 km hraða.

Hyllir slapp ótrúlega vel, fjöldi vegfarenda stoppuðu og hjálpuðu til við að ná hestinum útúr kerrunni og koma honum undir læknishendur. Súsanna fór með klárinn beint í aðhlynningu á Stuðla. Allar lappir voru í lagi en þurfti að gera að sárum hans. Hyllir er úr leik í bili. „Fjöldi fólks hjálpaði okkur að ná kerrunni upp úr skurðinum, þökk sé þeim.“ segir Súsanna þakklát að ekki fór verr.

„Ég vil nota tækifærið þar sem mikill hestakerrutími er að fara í hönd að vara hestamenn við, að tvítékka hvort kerrubeislið smelli alveg og smyrja kúlu og beisli.“


back to top