Kjarasamningur vegna starfsfólks í landbúnaði

Nú fer starfsfólki í landbúnaði fjölgandi með hækkandi sól og því er gott að huga að launakjörum.  Í vikunni undirrituðu Bændasamtökin og Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum en auk þess gildir samningurinn fyrir matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins, enda sé það samþýkkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags.  Samningurinn var undirritaður 18. mars síðastliðinn með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins og stjórnar Bændasamtakanna. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði borin upp til samþykkist á fundi Starfsgreinafélagsins 28. mars næstkomandi en stjórn Bændasamtakanna hefur hann þegar til umfjöllunnar.

Helstu atriði hins nýja samnings er að byrjunarlaun eru nú 216.500 krónur og hækka eftir því sem starfsfólk vinnur lengur. Þá hækka laun um allt að tvo launaflokka ef starfsmaður hefur lokið námi sem nýtist í starfi. 5 eininga nám gefur einn launaflokk og 10 eininga nám gefur tvo launaflokka. Desember- og orlofsuppbót hækkar eins og í öðrum samningum og skal greitt 73.600 krónur í desemberuppbót og 39.500 krónur í orlofsuppbót.

Hér má nálgast kjarasamning vegna starfsfólks í landbúnaði.

Þessi frétt er af vef Bændasamtaka Íslands bondi.is


back to top