Kjörskrá vegna búvörusamnings í vinnslu
Þessa dagana er verið að vinna að kjörskrá vegna búvörusamnings. Þeir sem kjósa um mjólkursamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr mjólkursamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur auk aðila að viðkomandi rekstri sem eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri.
Þeir sem kjósa um sauðfjársamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr sauðfjársamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gæðastýringarálag, vaxta- og geymslugjald, ullarniðurgreiðslur, svæðisbundnar greiðslur og greiðslur skv. 64 ára reglu. Einnig aðrir aðilar að viðkomandi rekstri sem eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri.Aðgengi verður að kjörskrám fyrir einstaklinga gegnum Bændatorgið frá og með 15. febrúar en áfram verður hægt að bæta fólki á kjörskrá (til 27 febrúar að öllu óbreyttu). Rétt er að undirstrika að ekki er ljóst hvenær skrifað verður undir samninga.
Kjörstjórn var einnig sammála um að eftir því sem samþykktir félaga heimila þá geti fólk enn gengið í félög til 22. febrúar uppfylli það önnur skilyrði, til að geta bæst á kjörskrá.