Kjötsala dregst enn saman
Samkvæmt yfirliti frá Bændasamtökum Íslands um framleiðslu, sölu og birgðir búvara hefur kjötsala á síðustu 12 mánuðum dregist saman um 3,4% miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Mestur er samdrátturinn í sölu alifuglakjöts, ef hrossakjöt er undanskilið, eða 4,9%. Alifuglakjöt hefur þó mestu markaðshlutdeildina eða 29,9%. Samdráttur í sölu kindakjöts hefur orðið 3,5% á umræddu tímabili og er markaðshlutdeild þess 25,8% eða nær sú sama og svínakjöts sem hefur 25,7% markaðshlutdeild. Sala á svínakjöti hefur dregist saman um 1,3% á síðustu 12 mánuðum.
Nautkjötssala hefur einnig dregist saman og nemur samdrátturinn 2,0% og er markaðshlutdeild þess nú 16,3%. Að venju rekur hrossakjöt svo lestina hvað markaðshlutdeild ræðir en hún nemur 2,2% og hefur samdráttur í sölu þess orðið 13,7% á umræddu tímabili.
Sjá nánar:
Framleiðsla, sala og birgðir búvara, september 2011