Kornskurður á Stóra-Ármóti
Vegna mikillar vætu í september hefur víðast dregist á langinn að þreskja kornið á Suðurlandi. Á meðan hafa vindar, jafnvel snjór sem og gæsir og álftir gert stórskaða. Síðasta föstudag hófst kornskurður á Stóra Ármóti. Þá gerði slyddu og krapahríð svo ekki var hægt að aðhafast fyrr en eftir helgi. Áætla má að uppskeran sé svona helmingur af því sem orðið hefði. Korn var ræktað á 18 ha. Gæsin og álftin hreinsuðu alveg af 3 ha en af hinum 15 ha fengust á bilinu 30 til 35 tonn af korni og ef við miðum við 85 % þurrefni væru það milli 21 til 25 tonn af korni í heild og þá er verið að tala um 1,4 til 1,7 tonn af korni á ha. Kornið hefur hinsvegar náð mun betri fyllingu en í fyrra.