Kosningar um nýja búvörusamninga
Til að taka þátt í rafrænni kosningu um nýja búvörusamninga þarf hver og einn einstaklingur að hafa aðgang að Bændatorginu á sinni kennitölu. Þetta á við um alla sem eru aðilar að félagsbúum og einkahlutafélögum. Einnig maka eða aðra sem reka bú með fleirum en einn er skráður handhafi beingreiðslna. Þeir sem þess óska geta fengið skriflegan atkvæðaseðil. Öllum, sem eru á kjörskrá, á þannig að vera tryggður möguleiki til að taka þátt í kosningunni óháð gæðum nettengingar eða aðgangi að Bændatorginu.
Til að stofna aðgang að Bændatorginu þarf að velja „Nýr notandi“ í innskráningarglugga á Bændatorginu sem er að finna efst til hægri á vef Bændasamtaka Íslands, www.bondi.is. Notandi er þá leiddur áfram í gegnum www.island.is við að stofna nýjan aðgang. Hafi viðkomandi ekki Íslykil þarf að stofna hann. Einnig virkar rafrænt auðkenni í síma.
Rétt er að undirstrika að áður en skrifleg atkvæði eru talin er farið yfir hvort kjósandi hefur greitt atkvæði rafrænt. Sé svo fellur skriflegt atkvæði dautt.
Þeir sem óska eftir að greiða atkvæði skriflega geta beint óskum sínum um að fá atkvæðaseðil til Bændasamtaka Íslands í síma 563-0300 eða á netfangið kjorstjorn@bondi.is Í kjörstjórn sitja Erna Bjarnadóttir formaður, Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK, og Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri LS.