Kostnaður við veiðar á ref og mink

Guðný Helga Björnsdóttir, varaþingm., hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi til umhverfisráðherra um tillögur refanefndar og endurgreiðslu á kostnaði við veiðar á ref og mink:

1. Hver hefur verið framgangur tillagna nefndar um áhrif refs í íslenskri náttúru sem skipuð var af umhverfisráðherra og skilaði niðurstöðum sínum 23. júní 2004?

2. Hvernig hefur verið fylgt eftir tillögu nefndarinnar um að veiðar á ref verði efldar við jaðra friðlandsins á Hornströndum?

3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sveitarfélögunum verði tryggð endurgreiðsla á 50% af kostnaði við veiðar á ref og mink?


back to top