KS birtir verð á kindakjöti haustið 2011
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hefur gefið út afurðarverðskrá vegna haustslátrunar á sauðfé 2011. Þar kemur fram að KS býður líkt og fleiri 15% álag á verð á lömb sem koma til slátrunar um miðjan ágúst. Álagið fer síðan stiglækkandi fram að 40. viku.
KS mun inna tíðar gefa út fréttabréf með frekari upplýsingum um komandi sláturtíð. Sjá má verðskrána á vefsíðu KS.