KS og SKVH greiða hæsta verðið

Fjallalamb og SAH-Afurðir hafa nú gefið út sínar verðskrár á kindakjöti fyrir sláturtíðina. SAH-afurðir bjóða álagsgreiðslur á lambakjöt frá viku 34 til og með 39. Viku. Þetta álag er 15% í vikum 34 og 35, 13% í viku 36, 8% í vikum 37 og 38, 3% í viku 39. Fjallalamb greiðir einnig álag með þeim hætti að greiddar eru 25 kr/kg á lambakjöt í viku 35-37 og 10 kr/kg í viku 38.
Þá hafa SS og Norðlenska hafa gefið út nýjar verðskrár.
Landssamtök sauðfjárbænda hafa gert verðsamanburð sem miðast við kjötmat og sláturmagn á landinu öllu árið 2010 eins og fyrri ár og tekur tillit til verðskráa afturðastöðva í vikum 35-45. Álagsgreiðslur Markaðsráðs eru ekki meðtaldar sem og einstakra fyrirtækja utan vikna 35-45. Skv. þessari samantekt er hækkun á lambakjötsverði til bænda 13,4% frá meðalverði 2010 en verð á kjöti af fullorðnu tæplega tvöfaldast. Meðalverðin eru námunduð í töflunni að næstu heilu krónu en eru reiknuð út með fullri nákvæmni.

 







































16. ágúst 2011

Lömb


Fullorðið


Samtals

KS og SKVH

484 kr.


248 kr.


475 kr.

SAH

482 kr.


248 kr.


472 kr.

SS

479 kr.


247 kr.


470 kr.

Norðlenska

479 kr.


248 kr.


469 kr.

Fjallalamb

465 kr.


244 kr.


456 kr.

Viðmiðunarverð LS

583 kr.


306 kr.


573 kr.


back to top