Kúaskoðun 2006
Kúaskoðun er nú nánast lokið þetta árið. Aðeins er eftir að skoða kýr á tveimur búum og tekst vonandi að ljúka því á allra næstu dögum.
Alls er búið að skoða milli 2.000 og 2.550 kvígur á þessu vori, birt með fyrirvara þar sem yfirferð dómblaða og skráningu er ekki lokið. Þó er ljóst að öllu fleiri kvígur voru skoðaðar í vor en í fyrravor og greinilegt að förgun úr þeirra hópi er minni enda mikið lagt að kúabændum að framleiða sem allra mesta mjólk. Það er því haldið í kýrnar eins lengi og nokkur kostur er enda ef ekki nú, hvenær þá?
Dómar verða væntanlega skráðir í sumar hjá BÍ og ættu þeir því að öllu óbreyttu að geta komið til útsendingar með mjólkurskýrslum í september.