Kynningarfundur um drög að nýjum jarðalögum

Búnaðarsamband Suðurlands stendur fyrir fundi þar sem kynnt verða drög að frumvörpum til laga um breytingar á jarðalögum, nr. 81/2004 og ábúðarlögum, nr. 80/2004 sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur látið vinna og eru nú til umsagnar.
Fundurinn verður haldinn í Árhúsum, Hellu fimmtudaginn 1. september n.k. og hefst kl 20:30.

Fyrirlesarar á fundinum verða Sigurbjartur Pálsson, stjórnarmaður Bændasamtaka Íslands og Elías Blöndal, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.
Þeir munu kynna drögin og síðan verður opnað fyrir umræður.


Allir velkomnir.


back to top