Landsmarkaskrá komin á vefinn

Landsmarkaskrá er kominn á vefinn á slóðinni www.landsmarkaskra.is. Hún inniheldur um 14.700 mörk að frostmörkum meðtöldum. Auk markanna er ýmiss konar annar fróðleikur í skránni varðandi fjallskil og notkun marka, þar með um liti plötumerkja að ógleymdum öllum bæjarnúmerum í landinu.
Óhætt er að hrósa þessu löngu tímabæra framtaki því nú á tímum snjallsíma og spjaldtölva eru menn nettengdir nánast hvar sem og er og af hverju ekki í réttum þar sem ekki hvað síst er flett upp á mörkum.
Hins vegar saknar maður þess óneitanlega að www.landsmarkaskra.is er ekki sett upp með sérstöku viðmóti fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Það kemur vonandi innan skamms en stórgott og nytsamlegt framtak. Hrós vikunnar fá Tölvudeild Bændasamtakanna og Ólafur Dýrmundsson hjá BÍ fyrir þetta.


back to top