Landssamband kúabænda, fagþing og aðalfundur

Þessa dagana hittast kúabændur og gera sér glaðan dag og fræðast um málefni greinarinnar.  Í dag fimmtudag er fagþing nautgriparæktarinnar 2014 á Hótel Sögu.  Á fagþinginu verða fjórar málstofur um markaðshorfur nautgripaafurða, nautakjötsframleiðslu, mjólkurframleiðsla m.t.t. fóðrunar og um mjólkurframleiðslu m.t.t. aðbúnaðara og framleiðsluaðstöðu.   Á föstudag og laugardag er svo aðalfundur LK, en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa og ávarpa munu Árni Geirsson frá Alta ráðgjafarfyrirtæki og Eggert Þröstur Þórarinsson frá Seðlabanka Íslands verða með fyrirlestra. Fagþingið og aðalfundurinn er öllu áhugafólki um nautgriparækt opinn, en bein útsending verður frá fundinum á föstudag á naut.is

Dagskrá fagþings nautgriparæktarinnar.  

Dagskrá aðalfundar.

Nánar um framvindu mála á fagþingi og aðalfundi á öflugum vef Landssambands kúabænda naut.is


back to top