Líf og fjör á Stóra Ármóti
Það er líf og fjör á Stóra Ármóti þessa dagana og fyrirlestrarsalurinn á staðnum vel nýttur. Í dag eru 26 manns á gæðastýringarnámskeiði í sauðfjárrækt og á föstudaginn verður opinn dagur þar sem starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambandsins, Landbúnaðarháskólans og ýmissa þjónustufyrirtækja landbúnaðarins verður kynnt. Auk þess verða sýndir búfjárdómar, klaufskurður, rúningur o.fl.
Í næstu viku, þ.e mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. nóv. verður svo námskeið fyrir starfandi frjótækna. Það verður svo endurtekið viku síðar enda komast ekki allir frjótæknar landsins frá í einu. Kýrnar beiða jú hvort sem það er námskeið eður ei.
Líf og fjör á Stóra Ármóti
Það er líf og fjör á Stóra Ármóti þessa dagana og fyrirlestrarsalurinn á staðnum vel nýttur. Í dag eru 26 manns á gæðastýringarnámskeiði í sauðfjárrækt og á föstudaginn verður opinn dagur þar sem starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambandsins, Landbúnaðarháskólans og ýmissa þjónustufyrirtækja landbúnaðarins verður kynnt. Auk þess verða sýndir búfjárdómar, klaufskurður, rúningur o.fl.
(meira…)