Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um 4-5%

Frá og með 1. maí tók í gildi nýr verðlisti fyrir tilbúið kjarnfóður.  

Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar.Lífland lækkaði einnig verð 25. mars sl. en fram að því hafði verð haldist óbreytt frá byrjun desembermánaðar.

 
Verðlista kjarnfóðurs má finna á lífland.is

back to top