Lítilsháttar röskun á söfnun mjólkur

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er viðbúið að mjólkursöfnun raskist. Í gær átti m.a. að sækja mjólk í Mýrdalinn og á Klausturssvæðið. Af því varð ekki en gerðar hafa verið ráðstafanir til að sækja mjólk á þetta svæði í dag, fimmtudaginn 15. apríl. Mjólk verður sótt til bænda undir Eyjafjöllum á morgun, föstudaginn 16. apríl, að venju.
Mjólk sem sfnað var í gær fór til innvigtunar á Egilsstöðum en eins og útlitið er núna mun innvigtun mjólkur fara fram á Selfossi í dag.
Allar frekari upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson hjá MS Selfossi í síma 480-1622.


back to top