Litir hrossa og erfðir á þeim

Við minnum á fræðslukvöld sem Landbúnaðarháskóli Íslands og Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, miðvikudagskvöldið 13. janúar nk. frá kl. 19.45 til kl. 22.00.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst. Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna.
Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stund og staður: Miðvikudagur 13. janúar  kl. 19:45-22:00 í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi.

Verð: 1.000 kr til félagsmanna Hrossaræktarsamtaka Suðurlands – aðrir 1.500 kr. Greiðist á staðnum, ekki er tekið við kortum.

Skráningar á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000.  Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands


back to top