Litlar breytingar á gosinu

Samkvæmt upplýsingum frá jarðfræðingum hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands heldur klepragígur áfram að hlaðast upp í nyrsta ískatli Eyjafjallajökuls og hraunið rennur áfram til norðurs að Gígjökli. Farið var í eftirlitsflug yfir eldstöðvarnar í gær með flugvél Landhelgisgæslunnar. Lítið sást til eldstöðvanna en hægt er að fylgjast með þróuninni á ratsjá flugvélarinnar. Gosið virðist svipað og undanfarna daga en þó mun minna en í upphafi.

Gjóskan sem kemur upp er mun grófari en en hún var í fyrstu. Hún inniheldur ekki lengur þau fínu korn sem teygt hafa sig upp í háloftin og valdið röskun á flugi.


back to top