Lokafrestur til að sækja um jarðræktarstyrk er 1. okt. n.k.

Við minnum á að lokafrestur til þess að sækja um styrki vegna gras- og grænfóðurræktar á árinu 2012 rennur út mánudaginn 1. okt. n.k. Þeir sem enn eiga eftir að sækja um eru beðnir að gera það hið fyrsta. Sérstaklega skal vakin athygli á því að til að til að standast úttekt þarf umsækjandi að hafa lagt fram túnkort af ræktarlandinu.
Þeir sem ekki eiga túnkort ættu því að óska eftir að ráðunautur teikni fyrir þá túnkort hið fyrsta. Þeir sem eiga túnkort annars staðar en í Jörð.is skulu sannreyna að afrit af kortinu sé til hjá Búnaðarsambandinu. Rétt er að benda á að hægt er að sækja um styrk fyrir tilteknar spildur í Jörð.is í rafrænu umsókninni í Bændatorginu.

Sjá nánar:
Styrkir til jarðræktar og vatnsveitna


back to top