Málþing um kynbótakerfi í Hrossarækt
Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00-18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Yfirskrift málþingsins er Hvernig náum við meiri árangri?
Dagskráin er samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins þ.m.t. dómkerfið, dómstörf og sýningar, dómara, kynbótamat o.fl. en síðan taka við opnar umræður og markviss hópavinna með þátttöku málþingsgesta. Allt áhugafólk um kynbætur íslenska hestsins hvatt til að mæta og taka þátt. Þátttökugjald: 1000 kr – Greitt á staðnum.
Nauðsynlegt að skrá þátttöku fyrirfram hjá Endurmenntun LbhÍ – www.lbhi.is/namskeid eða í síma 433 5000 – fram þarf að koma fullt nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.. Hægt er að kaupa hádegisverð í matstofu LbhÍ áður en þingið hefst en nauðsynlegt er að taka það fram við skráningu ef óskað er eftir slíku. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu LbhÍ.