Meiri mjólk, fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi.

Næstkomandi fimmtudag 14. nóvember mun Félag kúabænda á Suðurlandi, í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fræðslufund í fundarsal MS á Selfossi kl. 13.30.  Ráðunautar RML þau Guðmundur Jóhannesson, Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóna Þórunn Ragnardóttir munu halda erindi undir yfirskriftinni meiri mjólk.  

Guðmundur nautgriparræktarráðunautur mun taka fyrir stöðu og horfur í framleiðslunni.  Hrafnhildur og Jóna þórunn fóðurráðgjafar munu fara yfir fóðrunarþáttinn.  Margt er hægt að gera til að auka hagkvæmni mjólkurframleiðslu og því ættu kúabændur að fjölmenna á fundinn og taka virkan þátt í umræðum.  Fundarstjóri verður Valdimar Guðjónsson formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. 


back to top