Mikilli úrkomu spáð og hætta á aurflóðum

Í nótt er spáð allt að 40 mm úrkomu á Eyjafjallajökli. Reiknað er með að mest rigni á tímabilinu milli kl. 5 og 9 í fyrramálið. Við þessar aðstæður er hætta á að öskulög á Eyjafjallajökli geti skriðið fram og niður farvegi áa sem renna suður af fjöllunum.
Þetta á helst við Svaðbælisá, Laugaá og Kaldaklifsá en einnig geta slík flóð komið niður Holtsá, Miðskálaá og Írá.


back to top