Minkabúið Mön – opið hús

Minkabúið Mön var með opið hús um liðna helgi en bændurnir í Mön, þau Stefán og Katrín, opnuðu þá enn á ný dyrnar að minkaskálum sínum til að kynna almenningi minkarækt á Íslandi.   Gaman var að sjá góða samstöðu og samvinnu minkabænda á Suðurlandi sem aðstoðuðu þau hjónin við kynninguna.  Kynningin var góð fyrir unga sem aldna því þarna var hægt að komast í nánari snertingu við dýrin og sjá hin fjölbreyttu litaafbrigði, auk þess sem minkabændurnir voru áhugasamir við að kynna greinina og ræða málin.  Starfsmenn minkabúsins voru í flottum „vinnufötum,“ litríkum Hensongöllum sem ef til vill vísa til lags Pollapönks, Enga fordóma, en með því að upplýsa fólk þá minnka fordómar.  Meðfylgjandi myndir voru teknar í Mön.

 


back to top