Minnt er á fræðslufundi sauðfjárræktarinnar

Fræðslufundir sauðfjárræktarinnar verða haldnir dagana 30. og 31. mars n.k. Fundirnir verða í gegnum fjarfundarbúnað og verður fundað saman í Árnes- og Rangárvallasýslum og í A- og V-Skaftafellssýslum.
Efni fundanna verður með líku sniði og undanfarin ár. Farið verður yfir niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2009, veturgamlir hrútar verðlaunaðir fyrir sláturlömb og að þessu sinni verður Guðjón Kristinsson í Ístex gestafyrirlesari. Guðjón mun fara yfir rekstur Ístex og ullarmatskerfið. Léttar veitingar verða í boði á fundunum.

Fundað verður á eftirtöldum stöðum:


Þriðjudagur 30. mars kl. 14:00
 Háskólafélag Suðurlands Glaðheimum, Tryggvagötu 36, Selfossi
 Bókasafn Hvolsskóla, Stóragerði 26,  Hvolsvelli


Miðvikudagur 31. mars kl. 14:00
 Kirkjubæjarskóli, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri
 Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu Nýheimum, Höfn. Stofa 207


back to top