Minnum á breytingar á sæðingasvæðum frjótækna
Við minnum á breytingar sem verða á svæðaskiptingu frjótækna og taka gildi frá og með morgundeginum, 20. nóvember 2012. Svæði Smára Tómassonar minnkar um Álftaver í austri en stækkar um Austur-Landeyjar í vestri. Hermann Árnason mun sjá um sæðingar í vesturhluta Rangárvallasýslu, þ.e. frá V-Landeyjum í austri, ásamt þeim hluta Flóa sem tilheyrði Villingaholtshreppi fyrrum. Bragi Ágústsson verður áfram með Flóann, utan fyrrum Villingaholtshr., og við hans svæði bætast Skeiðin, Biskupstungur neðan Hvítarbrú v/Bræðratungu og Laugardalur. Grímsnes og Ölfus munu áfram tilheyra svæði Braga. Úlfhéðinn Sigurmundsson mun sinna sæðingum í fyrrum Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Biskupstungum ofan Hvítarbrúar v/Bræðratungu. Guðmundur Jón Skúlason verður á bakvakt, staðsettur í Fljótshólum og mun sjá um sæðingar á bæjum í nágrenninu.
Símanúmer breytast því á eftirtöldum svæðum:
Álftaver, pöntunarsími verður 487 4719
A-Landeyjar, pöntunarsími verður 487 1410
(breytingin nær til þeirra bæja sem Hermann Árnason hefur sætt á hingað til)
Holta- og Landsveit, pöntunarsími verður 487 8611
Ásahreppur, pöntunarsími verður 487 8611
Fyrrum Villingaholtshreppur, pöntunarsími verður 487 8611
Skeið, pöntunarsími verður 482 2056
Hrunamannahreppur, pöntunarsími verður 486 5563
Biskupstungur ofan Hvítarbrúar v/Bræðratungu, pöntunarsími verður 486 5563
Biskupstungur neðan Hvítarbrúar v/Bræðratungu, pöntunarsími verður 482 2056
Laugardalur, pöntunarsími verður 482 2056
Hagi í Grímsnesi, pöntunarsími verður 482 2056
ATHUGIÐ! Pöntunarsími Þráins Bj. Jónssonar (486 8981) verður tekinn úr notkun.
Við vonum að þessar breytingar muni ekki leið til neinnar röskunar eða óþæginda fyrir kúabændur og samstarfið gangi vel eftir sem áður.