Mjög lítil hætta á flúoreitrun í búfé

Ítrekað er að samkvæmt þeim gróðursýnum sem tekin hafa verið virðist ekki vera ástæða til þess að halda búfénaði inni við vegna öskufalls og/eða -fjúks. Síðustu sýni sem tekin voru sýndu litla flúormengun og voru í öllum tilfellum um eða vel undir þolmörkum nautgripa og hrossa en þolmörk sauðfjár eru mun hærri.
Niðurstöður þeirra gróðursýna sem hafa verið efnagreind er að finna á upplýsingasíðu okkar vegna eldgosa.


back to top