Mjólkurbú og mjólkurbændur
Nýverið kom á forsíðu nautgriparæktarkerfisns Huppu beiðni til kúabænda um þátttöku í könnun varðandi rekstur mjólkurbúa. Sérkennileg beiðni þar sem mjög fáir kúabændur koma að rekstri mjólkurbúa. Þeir reka hins vegar allir kúabú og því vel í stakk búnir til þess að taka þátt í könnun um rekstur þeirra.
Þegar könnunin er opnuð kemur ákaflega athyglisverður titill í ljós, „Könnun til mjólkurbænda“. Mjólkurbændur, hvað er nú það? Á Íslandi hefur um aldir og árabil verið talað um kúabændur, sauðfjárbændur, hrossabændur o.s.frv. Það talar enginn um mjólkurbændur, ostabændur, jógúrtbændur, kjötbændur, sviðabændur og svo mætti áfram telja.
Hins vegar tölum við um mjólkurframleiðendur. Eigum við ekki bara að halda við gömlu góðu íslenskuna hvað þetta snertir. ´Hún hefur dugað okkur ágætlega.