Mjólkurflutningar með eins eðlilegum hætti og hægt er
Samkvæmt upplýsingum frá MS á Selfossi eru mjólkurflutningar á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum með eins eðlilegum hætti og hægt er miðað við aðstæður. Leyfi fékkst til þess að senda mjólkurbíl á svæðið strax í morgun þó þjóðvegurinn sé lokaður fyrir almenna umferð.
Hann er við mjólkursöfnun nú en eðlilega er þess þó að vænta að hægt gangi þar sem skyggni er lítið á svæðinu og bíllinn kemst því væntanlega ekki hratt yfir.