Mjólkurframleiðsla á Suðurlandi

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er veruleg aukning í mjólkurframleiðslunni á Suðurlandi sem og landinu öllu á þessu ári. Í síðustu viku var innvigtunin 1.070 þúsund sem er um 109 þúsundum meira en í sömu viku fyrir ári. Á landsvísu er framleiðslan um 2,8 milljónir lítra í sömu viku sem er aukning um 8 % miðað við fyrra ár. Það er í febrúar sem framleiðslan nær milljón lítrum á viku og svo nær hún hámarki í viku 22 eða seinni hlutann í maí. Toppurinn helst lengur en síðustu ár sem segir okkur að bændur reyni að láta mjólka sem mest, en ekki veitir af. Í söluyfirliti SAM kemur fram að sala á fitugrunni sl. 12 mánuði sé 124,9 milljónir lítra sem er 7,4 % aukning frá árinu á undan. Sala á próteingrunni er 118,9 milljónir fyrir sama tímabil sem segir okkur að það er helst vöntun á mjólkurfitu. Fituprósentan er hægt en sígandi að vaxa þessar síðustu vikur en er samt lægri en sömu vikur og í fyrra. Það er mikilvægt að nytin haldist sem best í kúnum og þarf því að huga vel að beit og gefa hámjólka kúm gott fóður með beitinni og þá ekki síst ef um rigningatíð er að ræða.

 

Vikusamanburður vika 25 2014

Vikusamanburður vika 25 2014


back to top