Mjólkurgæði hafa aldrei verið meiri

Á aðalfundi SAM, sem haldinn var í dag, föstudaginn 11. mars, var Erlingur Teitsson kjörinn stjórnarformaður í stað Rögnvaldar Ólafssonar sem kjörinn var varaformaður. Á fundinum kom fram að 1 millj. kr. tap varð á rekstri SAM og námu tekjur félagsins 124,9 millj. kr. Stærsti einstaki gjaldaliður SAM eru laun og annar starfsmannakostnaður sem námu 71 millj. kr.

Á árinu 2010 voru greind 34.286 innleggssýni á rannsóknastofum SAM og reyndist faldmeðaltal frumutölu þeirra 217 þúsund. Mikill árangur hefur náðst í að lækka frumutöluna og hafa mjólkurgæði aldrei verið meiri. Árið áður var faldmeðaltalið 230 þúsund. Faldmeðaltal líftölu reyndist vera 16 þúsund og er það lækkun um 1 þúsund frá fyrra ári. Meðalfitan reyndist óbreytt á milli ára eða 4,10% en meðalpróteinið lækkaði um 0,03% frá 2009 eða úr 3,34% í 3,31%.



 


back to top