Myndir frá nýju nautastöðinni á Hesti

Á vef nautaskráarinnar, www.nautaskra.net, eru komnar myndir frá nýju nautastöðinni á Hesti. Þar er nú unnið að lokafrágangi fyrir flutning sem stefnt er að um miðjan febrúar. Þar með lýkur starfsemi í gömlu stöðinni á Hvanneyri og uppeldisstöðinni í Þorleifskoti.
Starfsemi nautastöðvarinnar flyst þar með öll undir eitt og sama þak en í nýju stöðinni verða bæði þau naut sem eru í sæðistöku og uppeldi. Flutningur kálfa í uppeldisstöðina í Þorleifskoti mun þannig heyra sögunni til sem óhjákvæmilega hefur í för með sér nokkrar breytingar á söfnun nautkálfa hjá bændum. Meðal annars munu kálfarnir verða teknir inn á stöð nokkru eldri en nú tíðkast eða um 70-80 daga gamlir.


back to top