Nám fyrir frjótækna

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Endurmenntun LbhÍ heldur námskeiðið sem er einkum ætlað búfræðingum og er haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda.

Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með sýnikennslu hjá Nautastöð BÍ á Hesti og hinsvegar verklega þjálfun sem Nautastöð BÍ sér um.

Fyrri hluti námsins byggir alfarið á fyrirlestrum ýmissa sérfræðinga á málefnum sem snúa á einn eða annan máta að starfi og umhverfi frjótækna. Til að fá formlega vottun sem frjótæknar þá þarf einnig að ljúka seinni hluta námsins sem er sérsniðin verkleg þjálfun hjá starfsmönnum Nautastöðvar BÍ.

Gert er ráð fyrir að nemandi hafi nokkra þjálfun í tölvunotkun og sé m.a. kunnugur ritvinnslu- og töflureikniforritum og vanur að nota tölvupóst og vafra.

Kennsla: Ýmsir sérfræðingar.

Tími: 11.-15. nóv, kl. 9:00-16:50 og 15. nóv, kl. 9:00-14:20 (42 kennslustundir) hjá LbhÍ á Hvanneyri. Bóklegt lokapróf verður haldið mánudaginn 18. nóvember, kl. 13:00.

Verð: 99.000 kr. Innifalið í verði er kennslan, gögn, hádegismatur og kennsluaðstaða. Gisting er ekki innifalin í verði. Verkleg þjálfun að loknu námskeiði hjá Nautastöð BÍ er ekki innifalin í verðinu.

Minnt er á Starfsmenntasjóð bænda sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands og styrkir allt að 33.000kr á hverju skólaári (www.bondi.is)


back to top