Námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt
Dagana 7. – 11. nóvember verða haldin 1-3 námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning og fjöldi námskeiða fer eftir því hvaðan þátttakendur eru og fjölda þeirra.
Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið.
Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00. Námskeiðin eru styrkt af Starfsmenntasjóði bænda
Skráning:
Þeir sem óska eftir að sækja fyrirhuguð námskeið eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku til Bændasamtaka Íslands fyrir 20. október. Unnt er að skrá þátttöku í síma 563-0300 eða á tölvupósti bella@bondi.is.