Námskeið í gæðastýringu á Hvanneyri
Námskeið fyrir nýja aðila í gæðastýringu í sauðfjárrækt, verður haldið 20. júní nk. á Hvanneyri. Þetta er undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt en krafist er að þátttakendur í gæðastýrði sauðfjárrækt hafi sótt slíkt námskeið. Gert er ráð fyrir að halda annað námskeið í nóvember og verður það auglýst síðar.
Á vef Matvælastofnunar (mast.is) má fá nánari upplýsingar en þar eru m.a. efitrfarandi upplýsingar.
Staður og tími
Hvanneyri 20. júní kl. 10:00 – 17:00
Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 14. júní n.k. Tekið er við tilkynningum um þátttöku í síma 530-4800 hjá Matvælastofnun eða með tölvupóstum á netfangið mast@mast.is
Ekki er um sérstakt námskeiðsgjald að ræða en þátttakendur greiða sjálfir fyrir veitingar.
Efni
Farið yfir lagalegan grundvöll gæðastýringar og stjórnsýslu tengdri gæðastýrðri sauðfjárrækt
Farið er ítarlega yfir reglugerð 1160/2013 með síðari breytingum um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu þar sem áhersla er lögð á að skýra alla liði reglugerðarinnar fyrir þátttakendum
Fjallað um landýtingu og landbótaáætlanir
Farið yfir reglugerð 916/2012 um merkingar búfjár
Farið yfir reglugerð 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár
Fjallað um skýrsluhald í sauðfjárrækt, uppbygginu þess og grundvallaratriði sem standa þarf skil á við þátttöku í skýrsluhaldi
Farið yfir notkun á jord.is
Farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og fóðrun og hriðingu sauðfjár
Lengd námskeiðs er 6 klukkustundir og miðað er við að hámarksfjöldi á hvert námskeið sé 20 manns. Matvælastofnun áskilur sér þann rétt að fella niður námskeið ef þátttaka er ekki næg.