Námskeið í sauðfjársæðingum á Stóra Ármóti

Námskeið í sauðfjársæðingum verður haldið að Stóra Ármóti fimmtudaginn 2. desember frá kl 13:00 til 18:00. Þorsteinn Ólafsson dýralæknir er kennari á námskeiðinu sem er haldið á vegum Endurmenntunardeildar LbhÍ og skráning fer fram á heimasíðu. Það er kjörið fyrir þá sæðingamenn að mæta sem vilja fríska upp á kunnáttu sína.