Nautaskráin á netinu með nýtt útlit
Nautaskráin hefur nú opnað nýja netútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldrar og betra. Á forsíðunni birtast nú óreynd naut í dreifingu með smámynd af nautunum og ef fleiri en níu eru í dreifingu á sama tíma er hægt að nota örvar til að fletta fram og aftur.
Sem fyrr er hægt að skoða öll reynd naut í dreifingu og öll óreynd naut, bæði þau sem bíða afkvæmadóms og eru í útsendingu. Þá er eins og áður hægt að finna allar útgefnar nautaskrár og ungnautaspjöld sem pdf-skrár á vefnum.
Sjá nánar:
www.nautaskra.net