Nautaskráin fyrir farsíma og spjaldtölvur

Nautaskráin hefur nú bætt við einfaldari vef sem sniðinn er að snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið er að gera nautaskrána aðgengilega hvar og hvenær sem er, m.a. í fjósinu. Í augnablikinu er aðeins að finna upplýsingar um reynd naut á farsímavefnum en fljótlega verður bætt við hann, a.m.k. óreyndum nautum í dreifingu. Farsímavefurinn virkar á flestum gerðum snjallsíma.
Slóðin á farsímavefinn er http://nautaskra.net/m/


back to top