New Holland valindráttarvél ársins 2008
Nýja T7000 dráttarvéla línan frá New Holland hlaut þann virta heiður að vera valin “Dráttarvél ársins 2008” á Agritechnica landbúnaðarsýningunni sem nú fer fram í Hannover í þýskalandi, Gullverðlaunin fyrir hönnun “Golden Tractor for Design” komu einnig í hlut þessara véla frá New Holland fyrir hönnun og fyrir að setja nýja staðla hvað varðar afköst og þægindi sem er að finna í T7000 dráttarvéla línuni og má með sanni segja að T7000 hafi unnið stórsigur.
Dómaranefndin var skipuð helstu sérfræðingum og fréttamönnum landbúnaðartímarita í Evrópu.
T7000 línan telur 4 gerðir véla í hestöflum frá 165 til 210 sem allar hafa fengið mikið lof fyrir að vera hljóðlátar, afkastamiklar og með frábær akstursþægindi.
Á sýningunni í ár er New Holland jafnframt fyrsti framleiðandinn utan Þýskalands sem hlýtur 3 gullverðlaun á sýningunni og er það í fyrsta skipti í sögu Agritechnica sem það gerist.
Til viðbótar þeim tveim gullverðlaunum sem greint er frá hér að ofan fékk New Holland þreskivélin ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun.
Fréttatilkynning frá Vélaver