Niðurstöður á flúormælingum í 4 gróðursýnum
Fjögur gróðursýni voru tekin á jafnmörgum bæjum undir Eyjafjöllum þann 3. maí síðast liðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun þá er miðað við flúorþolmörk í fóðri hjá nautgripum um 25-30 mg/kg og sauðfjár við 70-100 mg/kg.
Niðurstöður úr þessum fjórum gróðursýnum eru allt frá því að vera vel yfir þeim viðmiðunarmörkum upp í að vera langt yfir mörkunum.
Efnagreiningarnúmer | Sýni | Flúor (F-) ppm |
102189 | Nr 1 Raufarfell 3-5-2010 | 2.396 |
102190 | Nr 2 Hlíð 3-5-2010 | 660,8 |
102191 | Nr 3 Efsta Grund 3-5-2010 | 188 |
102192 | Nr 4 Skáli 3-5-2010 | 113 |
Rétt er að taka fram að hér um að ræða óskoluð sýni, þ.e. engin útskolun flúors hefur átt sér stað. Reikna verður með veruleg útskolun eigi sér stað ef rignir og því má ætla að sýnið frá Skála fari undir viðmiðunarmörk við rigningu og að öllum líkindum sýnið frá Efstu Grund einnig. Hins vegar er að sama skapi ljóst að verulega úrkomu þarf til að skola flúor úr sýnunum frá Hlíð og Raufarfelli.