Niðurstöður efnagreininga á gróðursýnum
Greind hafa verið sýni sem tekin voru á völdum bæjum á öskufallssvæðinu 25. maí 2011. Mælingarnar fóru fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en mælt var flúor F, kalsíum Ca, magnesíum mg, kalí K, natríum Na, fosfór P, brennisteinn S og járn Fe. Grassýni voru tekin í Öræfum, Fljótshverfi, Síðu, Landbroti, Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri (sjá töflu).
Flúorstyrkur var í öllum tilfellum langt fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 2-21 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 70-100 mg/kg F þurrefnis. Þetta er einnig vel undir þolmörkum nautgripa og hesta sem eru 30-40 mg/kg F þurrefnis. Járnið er frekar hátt. Líklega er einhver skekkja í sýninu frá Snæbýli þar sem járnið er miklu hærra þar miða við hin sýnin. Hvað hin efnin varðar þá getur áburðargjöf haft áhrif á niðurstöður gróðursýnanna en miðað við þessar niðurstöður þá ætti askan að hafa jákvæð áhrif á gróðurinn.
Þann 14. júní síðast liðinn voru tekin gróðursýni á eftirtöldum bæjum; Kálfafelli, Kirkjubæjarklaustri, Fagurhlíð, Austurhlíð, Ytri-Ásum og Herjólfsstöðum. Niðurstöður eru væntanlegar á næstu dögum.
Efnamagn í kg þurrefnis
Sýnatökustaðir | F | Ca | Mg | K | Na | P | S | Fe |
mg/kg þ.e. | g | g | g | g | g | g | mg/kg þ.e. | |
Svínafell 2 | 15 | 4,1 | 2,3 | 27,6 | 0,5 | 3,4 | 2,6 | 1040 |
Kálfafell 1b | 21 | 5,6 | 3,4 | 15,0 | 1,0 | 3,1 | 3,0 | 1031 |
Kirkjubæjarkl. | 19 | 3,1 | 2,0 | 22,3 | 0,6 | 4,1 | 2,4 | 1438 |
Fagurhlíð | 14 | 3,9 | 2,9 | 24,5 | 0,6 | 4,9 | 4,0 | 878 |
Efri Ey 2 | 9 | 3,5 | 2,3 | 28,6 | 0,5 | 4,6 | 3,2 | 861 |
Snæbýli 1 | 18 | 4,4 | 2,9 | 14,9 | 0,8 | 3,4 | 2,2 | 3527 |
Ytri – Ásar | 5 | 3,4 | 2,4 | 26,8 | 0,4 | 3,6 | 3,2 | 684 |
Hraungerði | 2 | 3,2 | 2,0 | 29,2 | 0,5 | 4,4 | 3,4 | 428 |
Meðaltal: | 13 | 3,9 | 2,5 | 23,6 | 0,6 | 3,9 | 3,0 | 1236 |