Ný heildsala með rúlluplast.
Fréttatilkynning frá Sóldögg ehf. en fyrirtækið hefur flutt inn TotalCover rúllunet frá Karatzis á Krít og hefur það net hlotið góðar viðtökur frá bændum. Í sumar tryggði Sóldögg sér svo umboð fyrir Bal‘ensil, 5 laga rúlluplast frá Franska framleiðandanum Barbier Group. Franska rúlluplastið er kunnugt Íslenskum bændum frá árum áður en hefur ekki verið í boði á Íslandi síðustu ár.
Sóldögg hefur haft það að leiðarljósi að bjóða uppá hágæða vöru á lægsta mögulega verðinu og til þess haldið rekstarkostnaði og yfirbyggingu í lágmarki. Sóldögg hefur samið við Flytjanda um sérkjör á flutningi á neti og plasti og afhendast vörurnar á næstu flutningamiðstöð við viðtakanda.
Sóldögg selur vörur einungis í heildsölu og miðast það við lágmark 4 rúllur af neti / 1 bretti af plasti (40 rúllur).
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.soldogg.is eða í síma 781-8100.