Ný námskeiðsröð hjá Endurmenntun LbhÍ
Endurmenntun LbhÍ er að fara í gang með nýtt námskeið sem hlotið hefur heitið Sáðmaðurinn. Þetta er jarðræktarnám sem ætlað er fróðleiksfúsu jarðræktarfólki, bændum, verktökum og þjónustuaðilum, sem vilja ná enn betri árangri í jarðrækt og fóðuröflun. Lögð er mikil áhersla á virka þáttköku nemenda, bæði í kennslu og umræðu. Námskeiðaröðin byrjar í janúar á næsta ári og endar með útskriftarhátíð á vormánuðum 2012.
Landbúnaðarháskóli Íslands sér um skipulag námsins í samvinnu við ýmsa fagaðila innan jarðræktargeirans sem og vélainnflytjendur og verktaka.
Verkefnastjóri námsins er Ásdís Helga Bjarnadóttir hjá Endurmenntun LbhÍ og veitir hún allar frekari upplýsingar um námið.
Sáðmaðurinn – upplýsingar á heimasíðu LbhÍ