Ný reynd naut komin í dreifingu
Í dag var sæðisáfylling í kúta frjótækna Kynbótastöðvar Suðurlands og því verður sæði úr þeim reyndu nautum sem fagráð ákvað að setja í dreifingu á fundi sínum fyrir jól aðgengilegt á morgun. Um er að ræða nautin Baug 05026, Vindil 05028, Herkúles 05031, Frama 05034, Sússa 05037, Rösk 05039, Birting 05043 og Kola 06003. Jafnframt voru mörg eldri nauta tekin úr dreifingu.
Upplýsingar um þau naut sem nú eru í dreifingu má sjá á www.nautaskra.net auk þess sem nautaspjaldið er aðgengilegt hér á vefsíðunni.
Við minnum jafnframt á að sæða nautsmæður og efnilegar kvígur með nautsfeðrum og tilkynna um nautkálfa undan slíkum kúm.
Sjá nánar:
www.nautaskra.net
Nautaspjald 2012
Nautsfeður vetur 2012
Nautsmæðraskrá
Efnilegar kvígur