Ný stjórn Búnaðarsambandsins
100. aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands er nú lokið. Á fundinum var kosið um tvo aðalmenn og tvo varamenn í stjórn úr Árnessýslu. Legið hefur fyrir undanfarna mánuði að Þorfinnur Þórarinsson formaður stjórnar myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs og því ljóst að breytingar myndu verða á stjórn.
Á aðalfundinum kvað Guðmundur Stefánsson í Hraungerði sér hljóðs og kvaðst jafnframt draga sig út úr stjórn.
Guðbjörg Jónsdóttir á Læk í Flóa og Gunnar Kr. Eríksson á Túnsbergi lýstu yfir framboði sínu á fundinum og fór það svo í atkvæðagreiðslu að þau bæði voru kosin nýir aðalmenn í stjórn. Varamenn í stjórn voru kosin til áframhaldandi setu þau Helgi Eggertsson í Kjarri og María Hauksdóttir í Geirakoti.
Ný stjórn Búnaðarsambands Suðurlands er þá þannig skipuð:
Guðni Einarsson, Þórisholti, Mýrdal
Ragnar Lárusson, Stóradal, V.-Eyjafjöllum
Egill Sigurðsson, Berustöðum, Ásahreppi
Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, Flóahreppi
Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi, Hrunamannahreppi
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum.
Þorfinnur Þórarinsson hefur setið í stjórn Búnaðarsambandsins frá árinu 1993, þar af frá árinu 2000 sem formaður stjórnar.
Guðmundur Stefánsson hefur setið í stjórn Búnaðarsambandsins frá árinu 1996 og verið ritari stjórnar lengst af.
Starfsfólk Búnaðarsambands Suðurlands þakkar Þorfinni og Guðmundi fyrir farsælt samstarf á liðnum árum um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir til starfa.