Nýjar lánareglur leyfa hærri lán en áður
Stjórn Lífeyrissjóðs bænda samþykkti nýjar lánareglur fyrir sjóðinn þann 25. febrúar sl. Hámarkslán voru hækkuð úr 6 mkr. í 25 mkr. pr. sjóðfélaga en takmarkast að öðru leyti við verðmat löggilts fasteignasala. Lágmarkslán sjóðsins er 500 þús. Jón Hólm Stefánsson fasteignasali á Gljúfri í Ölfusi mun taka að sér verðmat á bújörðum vegna lánveitinga sjóðsins. Gera má ráð fyrir að í auknum mæli verið krafist greiðslumats vegna lánsumsókna og verður bændum beint til búnaðarsambanda.
Lán Lífeyrissjóðsins eru bundin vísitölu neysluverðs og vaxtakjör nú um stundir eru 6,73%. Til að eiga möguleika á láni verður viðkomandi sjóðfélagi að hafa greitt til sjóðsins samfellt sl. tvö ár og aðeins er lánað með veði í fasteign eða jörð.
Við greiðslumat búnaðarsambanda verður notast við 5 ára rekstraráætlanir í því formi sem venja er að gera hjá búnaðarsamböndunum en æskilegt væri að fá með áætlun afrit af skattframtölum og rekstrarreikningum.
Sjá lánareglur og lántökuskilyrði á heimasíðu sjóðsins