Nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands
Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var kosið um nýjan stjórnarmann úr Árnessýslu, en Guðbjörg Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Kosning fór þannig fram að Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn í aðalstjórn, varamenn eru þau Helgi Eggertsson, Kjarri og María Hauksdóttir, Geirakoti. Stjórnarfundur var haldinn í kjölfarið og var kosið um stjórnarskipan. Ragnar M. Lárusson, Stóra-Dal var kosinn formaður, Gunnar Kristinn Eiríksson, Túnsbergi varaformaður og Jón Jónsson, Prestbakka ritari. Meðstjórnendur eru Baldur Indriði Sveinsson, Litla-Ármóti og Erlendur Ingvarsson, Skarði.