Nýr frjótæknir í Skaftárhreppi
Sigríður Böðvarsdóttir kúabóndi í Fagurhlíð í Landbroti tekur við starfi frjótæknis í Skaftárhreppi fyrir austan Skálm miðvikudaginn 31. ágúst n.k. af Gunnari Þorkelssyni dýralækni. Símanúmer og símatími verður óbreytt a.m.k fyrst um sinn. Sigríður lauk námskeiði fyrir frjótækna síðasta vetur. Gunnar Þorkelsson hefur starfað við sæðingar fyrir Kynbótastöðina í Skaftárhreppi frá árinu 1989. Pálmi Harðarson sem sinnt hefur afleysingum í kúasæðingum frá 1991 hefur jafnframt ákveðið að láta af störfum við þær.
Um leið og Sigríður er boðin velkomin til starfa eru Gunnari og Pálma þökkuð vel unnin störf fyrir Kynbótastöðina.