Nýr Klaufsnyrtibás

Kynbótastöðin keypti klaufsnyrtibás frá Hydra Klov í Danmörku nú í febrúar. Gamli básinn hafði verið í notkun frá árinu 2006 og þurfti endurnýjunar við. Klaufsnyrtirinn Birkir Þrastarson fór auk þess á endurmenntunarnámskeið í Danmörku á dögunum og var dag með reyndum klaufsnyrti. Á myndinni má sjá nýja básinn og Birki Þrastarson að snyrta klaufir.