Nýr starfsmaður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands

Hrafnhildur Baldursdóttir frá Litla-Ármóti í Flóahreppi hefur verið ráðin til starfa hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Hún mun fyrst og fremst vinna við fóðurleiðbeiningar og þá sérstaklega við NorFor fóðurmatskerfið fyrir kúabændur. Hrafnhildur lauk búvísindanámi frá Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2007 og fór að því loknu til náms við Norwegian University of Life Sciences í Noregi og lauk meistaranámi þaðan í fóðurfræði nautgripa vorið 2010.
Síðasta eina og hálfa árið hefur Hrafnhildur unnið með NorFor fóðurmatskerfið í Noregi ásamt almennum störfum á norsku kúabúi.
Hrafnhildur er hjartanlega boðin velkomin til starfa hjá Búnaðarsambandinu.


back to top