Nýtt hrútaspil komið út

Nú er nýtt hrútaspil komið út en þar er að finna má allar mikilvægustu upplýsingar um sæðingahrúta landsins. Spilið hentar því jafnt fyrir bændur og spilaáhugafólk því ásamt upplýsingum um kynbótagildi hrútanna er þetta einnig venjulegur spilastokkur. Sunnudaginn 13. desember verður svo haldið Íslandsmeistaramót í hrútaspili í Þjóðminjasafninu klukkan 14.

Hrútaspilið er að berast í allar betri verslanir þessa dagana en frekari upplýsingar má fá hjá stefan@hrutaspilid.is.
Hrútaspilið verður væntanlega til sölu hérna hjá Búnaðarsambandinu innan skamms. Því má svo bæta við að hrútaspilinu er tilvalið að lauma með í jólapakkann svo „…allir fái í það minnsta kerti og spil“ eins og segir í kvæðinu.


back to top